Færslur: 2021 September

29.09.2021 21:41

Oddeyrin EA 210

Oddeyrin EA komin til Akureyrar, skipið getur geymt lifandi fisk í tönkum

                        2978 Oddeyrin EA 210 á Siglingu á Eyjafirði i dag 29 sept mynd þorgeir Baldursson 

                                  2978 0ddeyrin EA 210 mynd þorgeir Baldursson 29 sept 2021
 

Á vef samherja Hf  þann 7 júli 2021 er fjallað um heimkomu skipsins 

  • Skipið hefur þegar vakið mikla athygli í alþjóðlegum sjávarútvegi

Tímamót urðu í sögu Samherja í dag og þar með íslenskum sjávarútvegi, er Oddeyrin EA kom til Akureyrar eftir gagngerar breytingar á skipinu í dönsku skipasmíðastöðinni Karstensens.

Samherji keypti uppsjávarveiðiskip og lét breyta því fyrir bolfiskveiðar, jafnframt verður hægt að dæla fiski um borð og geyma lifandi í sér útbúnum tönkum.

Sex tankar sem geta geymt lifandi fisk

 

Hjörvar Kristjánsson skipaverkfræðingur og verkefnastjóri á útgerðarsviði Samherja segir skipið á margan hátt flókið.

 

Hjörvar Kristjánsson skipaverkfræðingur og verkefnastjóri á útgerðarsviði Samherja segir skipið á margan hátt flókið.

„Já, þetta er nokkuð flókið skip, hérna er hægt að gera ýmislegt sem ekki er hægt að gera á öðrum fiskveiðiskipum.

Í fyrsta lagi getur það stundað hefðbundnar veiðar en stóra nýjungin er að um borð er búnaður til að dæla fiski um borð og geyma hann lifandi í alls sex tönkum skipsins.

Í þessum tönkum er líka hægt að kæla fiskinn, ef hann er ekki fluttur lifandi til lands.“

Alþjóðlegur sjávarútvegur fylgist vel með

Hjörvar segir að Oddeyrin hafi þegar vakið töluverða athygli í alþjóðlegum sjávarútvegi.

„Já, klárlega. Karstensens skipasmíðastöðin stendur framarlega á sínu sviði og þar er daglega fólk sem fylgist vel með öllum tækninýjungum.

Við urðum sannarlega vör við áhuga greinarinnar á þessu verkefni okkar og víst er að það verður vel fylgst með okkur þegar skipið kemst á veiðar.

Þetta eru stór tímamót í íslenskum sjávarútvegi,“ segir Hjörvar.

Hægt að jafna út skammtímasveifur og sækja inn á nýja markaði

 

„Stór hluti af þessu öllu saman er að geta alltaf átt hráefni klárt fyrir landvinnsuna og svo auðvitað að geta boðið upp á enn ferskara hréfni,“ segir Heiðdís Smáradóttir verkefna- og gæðas tjóri Samherja fiskeldis

 

Næsta skref er að Slippurinn tekur við skipinu og kemur fyrir ýmsum búnaði, aðallega á vinnsludekki.

Heiðdís Smáradóttir verkefna- og gæðastjóri Samherja fiskeldis, segir að aldurinn á fiskinum til landvinnslunnar geti hæglega farið úr þremur til fimm dögum niður í nokkrar klukkustundir, með tilkomu Oddeyrarinnar.

„Afhendingaröryggi landvinnslunnar eykst til mikilla muna. Með því að geyma fiskinn lifandi um borð eða í kvíum í landi er hægt að jafna út skammtímasveiflur, svo sem vegna hráefnisskorts.

Einnig aukast möguleikar á því að sækja inn á nýja markaði með ferskan ófrosinn fisk vegna lengri líftíma vörunnar, svo dæmi séu nefnd.

Stór hluti af þessu öllu saman er að geta alltaf átt hráefni klárt fyrir landvinnsluna og svo auðvitað að geta boðið upp á enn ferskara hréfni.

Við erum ekki komin á þann stað að geyma fiskinn í kvíum á landi, en möguleikarnir eru fyrir hendi.

Norðmenn hafa sett fisk í kvíar en með þessu skipi er stigið skrefinu lengra. Samherji leggur ríka áherslu á ferskleika og það erum við sannarlega að gera með þessu nýja skipi,“ segir Heiðdís.

Búnaðurinn reyndist vel

 

„Ég er alveg sannfærður um að þetta gangi allt saman upp og það hefur verið frábært að vinna að þessu verkefni með framsæknu og lausnarmiðuðu starfsfólki Samherja,“ segir Hjörtur Valsson skipstjóri.

 

„Mér líst mjög vel á skipið. Við fórum í tvo stutta prufutúra við Danmörku, aðallega til að tékka af búnaðinn og allt virkaði fínt.

Það ríkir auðvitað alltaf ákveðin spenna þegar eitthvað nýtt kemur fram á sjónarsviðið og ég hef heyrt ýmsar pælingar, sem segir sitt um áhugann á þessari nýjung.

Ég er alveg sannfærður um að þetta gangi allt saman upp og það hefur verið frábært að vinna að þessu verkefni með framsæknu og lausnarmiðuðu starfsfólki Samherja,“ segir Hjörtur Valsson skipstjóri.

Frábært að sigla inn Eyjafjörðinn í fallegu veðri

„Við lögðumst að bryggju á Akureyri snemma í morgun og það var alveg frábært að sigla inn Eyjafjörðinn í fallegu veðri. Ísland tók vel á móti okkur, það er ekki hægt að segja annað,“ segir Hjörtur.

 

 

28.09.2021 07:11

Ágætis afli en kolvitlaust veður

Helga María komin á veiðar eftir klössun í Reykjavík.

                                                   1868 Helga maria RE1 mynd þorgeir Baldursson 2021

„Þetta slapp til þótt veðrið væri kolvitlaust. Við vorum með 65 tonn eftir stuttan tíma á miðunum.

Því miður urðum við að fara fyrr til hafnar en ráð var fyrir gert, vegna smá bilunar,” segir Friðleifur Einarsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Helgu Maríu AK, í frétt á heimasíðu Brims.

Helga María er nýkomin aftur á flot eftir stóra klössun sem gerð var í Reykjavík, en m.a. var skipt um stál í skipinu á kafla, aðalvélin tekin upp að hluta auk þess sem skipið var málað að nýju.

Alls tók klössunin um mánuð.

Togarinn er nú að veiðum á Fjöllunum SV af Reykjanesi og segir Friðleifur að aflinn sé svipaður og í fyrri veiðiferðinni, enda er veiðisvæðið það sama.

„Það er gott veður núna og þægilegt að stunda veiðarnar.

Uppistaða aflans er gullkarfi og svo er það alltaf spurning hvort maður hitti á ufsann.

Hann hefur verið aukaafli með karfanum fram að þessu en það getur breyst fyrirvaralaust, eins hendi sé veifað,” segir Friðleifur.

 

 

23.09.2021 18:47

Löndun á Fáskrúðsfirði í morgun

 

           það var falleg sólarupprás í morgun þegar birjað var að landa úr Ljósafelli  mynd þorgeir 

21.09.2021 21:56

Haustbræla á Austfjarðamiðum í dag

það blés hraustlega á okkur Ljósafells menn í dag

og fór vindmælirinn í um 40 hnúta í hviðum 

talsverður sjór og spáir brælu á morgun en vonandi 

lagast þetta fljótlega þreytandi þegar þetta 

lægðar fargan birjar og endalausar brælur 

                    Kári Blés hraustlega á Ljósafell Su 70 í dag mynd þorgeir Baldursson 21sept 

 
 
               Ljósafell Su 70 lónar uppi í dag mynd Þorgeir Baldursson 21sept 2021

 

20.09.2021 17:52

Víkingur Ak 100

                                         2882 Vikingur Ak 100 mynd þorgeir Baldursson 2019

 

 

 

18.09.2021 12:14

Jón Kjartansson Su 111

 

      2940 Jón Kjartansson Su 111landar sild á Eskifirði mynd þorgeir Baldursson 
 

17.09.2021 22:10

Fiskeldisbátar á Eskifirði

               Fiskeldisbátar Laxa ehf við bryggju á Eskifirði mynd þorgeir Baldursson 2021

17.09.2021 18:05

Aðalsteinn jónsson Su 11

           2900 Aðalsteinn jónsson Su 11 landar sild í frystihúsið á Eskifirði mynd þorgeir Baldursson 

16.09.2021 20:56

Frosti ÞH 229

                                   Frosti ÞH 229 mynd þorgeir Baldursson 

16.09.2021 14:20

Flottrollið tekið í land á Eskifirði

               2407 Hákon EA 148 setur flottrollið í land  hjá Egersund mynd Þorgeir Baldursson 

15.09.2021 22:39

Börkur Nk 122

           Börkur Nk 122 landar sild í frystihúsið á  Neskaupstað i gær mynd þorgeir Baldursson 

14.09.2021 17:40

sildarlöndun á Eskifirði

                            Jón Kjartansson Su 111 landar sild á Eskifirði mynd þorgeir Baldursson 

11.09.2021 21:31

Seyðisfjörður

                            Auðbjörg Su 200 á Seyðisfirði mynd þorgeir Baldursson 2021

                talsvert af rusli sem að féll til þegar aurskriðan kom mynd Þorgeir Baldursson 

10.09.2021 19:10

Á útleið eftir slippinn

              1277 Ljósafell Su á útleið frá Fáskrúðsfirði í dag mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is